mobile navigation trigger mobile search trigger
12.12.2024

Nýr forstöðumaður Menningarstofu

Þórhildur Tinna Sigurðardóttir er tekin til starfa sem forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar. Staða forstöðumanns var auglýst laus til umsóknar þann 7. október síðastliðinn og lauk umsóknarfresti þann 25. október. Alls bárust sex umsóknir um stöðuna. Niðurstaða ráðningarferilsins var að bjóða Þórhildi Tinnu starfið.

Nýr forstöðumaður Menningarstofu
Ljósmyndari: Vikram Pradhan
Þórhildur Tinna kom til starfa sem verkefnastjóri menningarstofu í september á þessu ári. Þórhildur er með masterspróf í menningar- og liststjórnun og BA gráðu í listfræði. Hún hefur víðtæka reynslu af verkefna- og viðburðastjórnun ýmissa viðburða, bæði stórra sem smárra hér á landi sem erlendis líkt og Íslenska skálans á Feneyjatvíæringnum 2021 - 2024 fyrir Icelandic Art Center / Myndlistarmiðstöð. Hún hefur samhliða því starfað sem sjálfstæður sýningastjóri og verið framkvæmdastjóri listahátíða á borð við Sequences Art Festival í Reykjavík og LungA Art festival á Seyðisfirði.
Þórhildur tók til starfa sem forstöðumaður 1. desember 2024.
Við óskum Þórhildi Tinnu til hamingju með nýja starfið.

Frétta og viðburðayfirlit