mobile navigation trigger mobile search trigger
29.11.2024

Gott að eldast

Þann 13. nóvember var haldinn opinn kynningafundur í Fjarðabyggð til að upplýsa um stöðu og hugmyndafræði verkefnisins Gott að Eldast. Gott að eldast er yfirskrift yfir heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk og er samstarfsverkefni Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins og Heilbrigðisráðuneytisins.

Gott að eldast

Heildarendurskoðunin byggir á þróunarverkefnum sem ganga út á að finna góðar lausnir sem samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk og flétta saman þá þætti sem ríkið sér annars vegar um og hins vegar sveitarfélögin.

Fjarðabyggð ásamt Heilbrigðisþjónustu Austurlands var valið til þátttöku í þróunarverkefni sem snýr að samþættingu þjónustu heimastuðnings og heimahjúkrunar undir samheitinu heimaþjónusta.

Fundurinn var vel sóttur og hófst hann á kynningu Janusar Guðlaugsson, frá Janusi Heilsueflingu, á mikilvægi heilsueflingar eldra fólks sem lið í heilbrigðri öldrun og því að fólk geti búið heima sem lengst.

Síðan kynnti Berglind Magnúsdóttir verkefnastjóri Gott að eldast verkefnið og fór yfir þýðingu þess fyrir sveitarfélag eins og Fjarðabyggð. Áhersla verkefnisins er að gera enn betur í þjónustu við eldra fólk og gera aðgengi að allri þjónustu einfaldari.

Fleiri myndir:
Gott að eldast
Gott að eldast

Frétta og viðburðayfirlit