mobile navigation trigger mobile search trigger
04.12.2024

BRJÁN hlýtur viðurkenningu frá Tónlistarmiðstöð Íslands

BRJÁN hlaut Gluggann viðurkenningu Tónlistarmiðstöðvar Íslands á Degi íslenskrar tónlistar í Hörpu 29. nóvember nýverið fyrir elju við að byggja upp Tónspil í Neskaupstað sem tónleikastað og aðstöðu fyrir austfirskt tónlistarfólk. 

BRJÁN hlýtur viðurkenningu frá Tónlistarmiðstöð Íslands

BRJÁN hlaut Gluggann viðurkenningu Tónlistarmiðstöðvar Íslands á Degi íslenskrar tónlistar í Hörpu 29. nóvember nýverið fyrir fyrir elju við að byggja upp Tónspil í Neskaupstað sem tónleikastað og aðstöðu fyrir austfirskt tónlistarfólk

„Það er frábært fyrir okkur sem höfum verið að puða við þetta að fá klapp á bakið og tekið sé eftir því sem við erum að gera. Við vonumst til að þessi viðurkenning verði til þess að enn fleiri taki eftir okkur. Þá á ég bæði við tónlistarmenn en líka þá sem styrkja tónleikahald því við viljum gera enn betur,“ segir Guðmundur Höskuldsson, formaður BRJÁN í samtali við blaðamann Austurfréttar.

Hann segir að samstarf við Menningarmiðstöð Fjarðabyggðar og Tónlistarmiðstöð Austurlandi hafi verið félaginu dýrmætt, meðal annars í gegnum tónleikaröðina Strengi sem fór af stað í haust.

Gluggann hlaut BRJÁN Blús-, rokk- og jazzklúbburinn á Nesi fyrir að byggja upp hlýlegt heimili íslenskrar tónlistar í Tónspili í Neskaupstað og halda úti fjölbreyttri og metnaðarfullri tónlistardagskrá undanfarin ár.

Blús-, rokk- og jazzklúbburinn á Nesi (Brján) opnaði dyr félagsheimilis síns að Hafnarbraut 22 í Neskaupstað, þar sem verslunin Tónspil var áður til húsa. Þar hefur verið komið upp úrvals æfinga- og upptökuaðstöðu auk tónleikasalar - um leið áfangastaðar íslensks tónlistarfólks fyrir austan og annarra sem eiga leið um. Guðmundur Höskuldsson er formaður BRJÁN og tók á móti viðurkenningunni.

Aðrar viðurkenningar voru veittar á athöfninni sem má lesa meira um á miðlum Tónlistarmiðstöðvar Íslands.

Frétta og viðburðayfirlit