mobile navigation trigger mobile search trigger
18.07.2014

Að afloknu Eistnaflugi

Rokkhátíðin Eistnaflug fór fram í Neskaupstað í 10.skipti um síðustu helgi. Aldrei hafa fleiri sótt hátíðina en uppselt var á hana.  Hátíðin tókst frábærlega í alla staði og framkoma gesta þeim til mikils sóma.

Að afloknu Eistnaflugi


Hátíðin hófst miðviku­dag­inn 9. júlí þar sem boðið var upp á þung­arokk fyr­ir yngri kyn­slóðina þar sem Sev­ered, Brain Police og Skálmöld komu fram.  Seinna um kvöldið, þegar þau yngri voru kom­in í hátt­inn, stigu Sól­staf­ir á svið og fluttu nán­ast ein­göngu óút­gefið efni, viðstödd­um til mik­ill­ar gleði.

Fimmtu­dag­ur­inn var sól­rík­ur í Nes­kaupstað en þá bættu aðstand­end­ur við 100 aukamiðum sem seld­ust upp á auga­bragði. Ein­um af hápunkt­um hátíðar­inn­ar var náð þegar hin sænska At The Gates tryllti lýðinn en sveit­in var á sínum tíma frum­kvöðull í harðkjarnatón­list.

Marg­ir vöknuði vot­ir á föstu­dags­morgn­inum þar sem hressi­lega rigndi um nótt­ina.  Mikið var um að vera um all­an Nes­kaupstað þenn­an dag en auk aug­lýstra dag­skrárliða fóru fram fjöl­breytt­ir off-venue tón­leik­ar í Blúskjall­ar­an­um og Stálsmiðjunni.

Loka­dag­ur hátíðar­inn­ar var sér­stak­ur fyr­ir þær sak­ir að hann skartaði tveim­ur af „létt­ustu atriðum“ hátíðar­inn­ar til þessa. Jón­as. Sig og Rit­vél­ar framtíðar­inn­ar fengu frá­bær­ar viðtök­ur og Retro Stefson sá um að loka hátíðinni. Þegar Ham stigu á sviðið um miðnætti var húsið gjör­sam­lega pakkað þegar hér var komið við sögu og öll­um ljóst að 10 ára af­mæl­is­hátíðin var sú besta frá upp­hafi. Stefán Magnús­son, eig­andi og helsti skipu­leggj­andi hátíðar­inn­ar, ávarpaði áhorf­end­ur áður en Retro Stef­son keyrði fjörið í gang og var klökk­ur þegar hann þakkaði fólki fyr­ir þá glæsi­legu hegðun, mót­tæki­leika og opna hug sem all­ir sýndu þessa fjóra daga.

“Aðstandendur Eistnaflugs 2014 þakka kærlega fyrir sig. Nú er ljóst að hátíðin fór óaðfinnanlega fram og eftir að búið var að skúra Egilsbúð og hreinsa tjaldstæðið var líkt og ekkert hefði í skorist. Hér fyrir utan standa sumarblómin meira að segja ennþá heil í blómapottunum, hvað þá annað.

Lögreglan biður fyrir sérstakar kveðjur og þakkar fyrir vandræðaleysi og góða framkomu í sinn garð. Eigendur gistiheimila, verslana og veitingastaða segja sömu sögu og hvert sem litið er brosir heimafólk hringinn. Það er ykkur að þakka, ykkur hátíðargestum og listamönnum sem stiguð á stokk. Þetta er ómetanlegt. Takk fyrir okkur!”

Hér má sjá þær hljómsveitir sem komu fram á hátíðinni.

Frétta og viðburðayfirlit