mobile navigation trigger mobile search trigger
29.12.2014

Aðalsteinsbikarinn - Fjórðungsglíma Austurlands

Aðalsteinsbikarinn - Fjórðungsglíma Austurlands fór fram í Íþróttahúsinu á Reyðarfirði laugardaginn 27. desember. Tuttugu og þrír keppendur kepptu í þremur flokkum karla og þremur flokkum kvenna. Mótið tókst með ágætum og sjá mátti margar líflegar glímur um hin veglegu verðlaun, Aðalsteinsbikarinn, sem gefinn er í minningu Aðalsteins Eiríkssonar glímukappa og glímufrömuðar á Reyðarfirði.

Aðalsteinsbikarinn - Fjórðungsglíma Austurlands
Sigurvegarar í Aðalsteinsbikarnum 2014. Frá vinstri Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, Fanney Ösp Guðjónsdóttir, Marta Lovísa Kjartansdóttir, Kristín Embla Guðjónsdóttir, Kjartan Már Garski Ketilsson, Leifur Páll Guðmundsson og Eva Dögg Jóhannsdóttir.

Mótið tókst með ágætum og sjá mátti margar líflegar glímur um hin veglegu verðlaun, Aðalsteinsbikarinn, sem gefinn er í minningu Aðalsteins Eiríkssonar glímukappa og glímufrömuðar á Reyðarfirði.

Eftirtaldir einstaklingar stóðu uppi sem sigurvegarar og hömpuðu  Aðalsteinsbikarnum árið 2014:

Stelpur 10 - 12 ára – Fanney Ösp Guðjónsdóttir og Marta Lovísa Kjartansdóttir

Strákar 10 - 12 ára – Kjartan Mar Garski Ketilsson

Meyjar 13 - 15 ára – Kristín Embla Guðjónsdóttir

Piltar 13 - 15 ára – Leifur Páll Guðmundsson

Konur- Eva Dögg Jóhannsdóttir

Karlar – Ásmundur Hálfdán Ásmundsson

Fleiri myndir:
Aðalsteinsbikarinn - Fjórðungsglíma Austurlands
Þátttakendur í Aðalsteinsbikarnum 2014.

Frétta og viðburðayfirlit