mobile navigation trigger mobile search trigger
28.05.2014

Afhjúpun minnisvarða um björgunarafrekin í Vöðlavík fyrir tuttugu árum

Í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá tveimur frækilegum björgunarafrekum, sem unnin voru í Vöðlavík, þegar tvö skip strönduðu þar með stuttu millibili, hafa björgunarsveitirnar látið útbúa minnisvarða um þessa atburði. Ákveðið hefur verið að afhjúpun minnisvarðans fari fram við hátíðlega athöfn í Vöðlavík föstudaginn 30. maí nk., kl. 14:00.

Afhjúpun minnisvarða um björgunarafrekin í Vöðlavík fyrir tuttugu árum

Í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá tveimur frækilegum björgunarafrekum, sem unnin voru í Vöðlavík, þegar tvö skip strönduðu þar með stuttu millibili, hafa björgunarsveitirnar látið útbúa minnisvarða um þessa atburði.

Annars vegar var allri áhöfninni á Bergvík VE-105 bjargað í land með fluglínutækjum björgunarsveitanna þann 18.desember 1993 og þann 10. janúar 1994 var sex af sjö manna áhöfn björgunar- og dráttarskipsins Goðans bjargað með frækilegri aðstoð 56. þyrlusveitar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli við afar erfiðar aðstæður.

Ákveðið hefur verið að afhjúpun minnisvarðans fari fram við hátíðlega athöfn í Vöðlavík föstudaginn 30. maí nk., kl. 14:00 en jafnframt verður haldin björgunaræfing í Vöðlavíkinni með þátttöku björgunarsveita á Austurlandi og þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Gert er ráð fyrir að auk björgunarsveitarmanna mæti áhafnir skipanna og aðstandendur þeirra, fulltrúar 56. þyrlusveitar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli sem kom að björguninni á áhöfn Goðans, auk fleiri fulltrúa bandaríska flughersins svo og aðrir sem stutt hafa björgunarsveitirnar í verkefnum þeirra í gegnum tíðina.

Vöðlavík liggur norður af Reyðarfirði.

 

Frétta og viðburðayfirlit