mobile navigation trigger mobile search trigger
14.09.2014

Akrafell komið í höfn á Reyðarfirði

Akrafellið lagðist í gærdag við bryggju í Reyðarfjarðarhöfn. Skipið kom í höfn á sjöunda tímanum síðdegis, eftir að affremingu þess lauk í Mjóeyrarhöfn, megin vöruflutningahöfn Fjarðabyggðar.

Akrafell komið í höfn á Reyðarfirði
Akrafell við „Ellið“ í Reyðarfjarðarhöfn. Greina má hús dráttarbátsins Vattar innar við bryggjuna.

Akrafellið lagðist í gærdag við bryggju í Reyðarfjarðarhöfn. Skipið kom í höfn á sjöunda tímanum síðdegis, eftir að affremingu þess lauk í Mjóeyrarhöfn, en þessi stærsta vöruflutningahöfn Fjarðabyggðar liggur nokkru utar í firðinum.

Afferming gekk vel og líklegt að takist hafi að bjarga öllum farmi skipsins.

Ekki er ljóst á þessari stundu hve langa viðdvöl skipið hefur í Reyðarfjarðarhöfn, en verið er að vinna úr málum þess hvað tryggingar og viðgerðir snertir, en botn skipsins er talsvert laskaður.

Hér að neðan má sjá nokkrar af þeim myndum sem starfsmenn Fjarðabyggðahafna tóku við björgun skipsins af strandstað við Vattarnes og flutning þess til Eskifjarðarhafnar.

 

Fleiri myndir:
Akrafell komið í höfn á Reyðarfirði
Akrafell komið í höfn á Reyðarfirði
Akrafell komið í höfn á Reyðarfirði
Akrafell komið í höfn á Reyðarfirði
Akrafell komið í höfn á Reyðarfirði
Akrafell komið í höfn á Reyðarfirði
Akrafell komið í höfn á Reyðarfirði

Frétta og viðburðayfirlit