mobile navigation trigger mobile search trigger
11.06.2014

Almenningur boðinn velkominn um borð

Áhöfn franska seglbátsins Port de Gravelines býður almenning velkominn um borð í dag kl. 12:00-14:00. Báturinn kom til Fáskrúðsfjarðar sl. sunnudag eftir níu daga siglingu frá Gravelines og liggur við nýju bryggjuna hjá Fosshótel Austfjörðum. 

Almenningur boðinn velkominn um borð
Áhöfnin á Port de Gravelines býður almenning velkominn um borð kl. 12:00-14:00 í dag.

Áhöfn franska seglbátsins Port de Gravelines býður almenning velkominn um borð í dag kl. 12:00-14:00. Báturinn kom til Fáskrúðsfjarðar sl. sunnudag eftir níu daga siglingu frá Gravelines, vinabæjar Fjarðabyggðar á norðurströnd Frakklands. Sigld var sama leið og frönsku skúturnar fóru þegar sótt var á Íslandsmið á 19. og 20. öld.

Port de Gravelines er 51 feta seglbátur í eigu Gravelinesborgar. Skipstjórinn, Philippe Delassus, annast um daglegan rekstur hans, en báturinn var upphaflega keyptur af borginni sem keppnisbátur fyrir Skippers d'Islande siglingakeppnina. Keppt hefur verið á bátnum í öðrum keppnum og hefur honum m.a. verið siglt umhverfis jörðina í tvígang í alheimssiglingakeppni.

Útlit er fyrir skv. veðurspá að siglt verði frá Fáskrúðsfirði á morgun, fimmtudag. Leiðin liggur til Reykjavíkur, þar sem áhafnarskipti fara fram áður en Port de Gravelines verður siglt heim á leið. Um borð er auk skipstjórans sjö manna áhöfn.

Port de Gravelines liggur við nýju bryggjuna við Franska spítalann (Fosshótel Austfirðir).

Tengd umfjöllun

 

 

Fleiri myndir:
Almenningur boðinn velkominn um borð

Frétta og viðburðayfirlit