Ánægja foreldra með aðstöðu, aðbúnað og umönnun barna hjá dagforeldrum er mikil, samkvæmt niðurstöðum árlegrar þjónustukönnunar hjá fjölskyldusviði Fjarðabyggðar. Svarhlutfall var 81%.
Ánægja foreldra með aðstöðu, aðbúnað og umönnun barna hjá dagforeldrum er mikil, samkvæmt niðurstöðum árlegrar þjónustukönnunar hjá fjölskyldusviði Fjarðabyggðar. Svarhlutfall var 81%.
Ánægja foreldra með aðstöðu, aðbúnað og umönnun barna hjá dagforeldrum er mikil, samkvæmt niðurstöðum árlegrar þjónustukönnunar hjá fjölskyldusviði Fjarðabyggðar. Svarhlutfall var 81%.
Þjónustukönnun sviðsins fer fram í desember ár hvert og hafa niðurstöður gefið til kynna mikla og almenna ánægju með þjónustuna.
Niðurstöður fyrir árið 2013 voru eftirfarandi.
Hver eru viðhorf þín til þess dagforeldris er gætir barns þíns?
Ég er mjög ánægð/ur 100%
Hefur þú einhverjar athugasemdir varðandi aðstöðu barna hjá þínu dagforeldri?
Nei 100%
Hefur þú athugasemdir varðandi aðbúnað og umönnun barna hjá þínu dagforeldri?
Nei 100%
Hvernig finnst þér upplýsingaflæði frá dagforeldri þíns barns vera?
Mjög gott 76,92%
Gott 23,08%
Ert þú upplýst/ur um það fæði sem barn þitt neytir hjá dagforeldri sínu?
Já 92,31%
Nei 7,69%
Hefur þú athugasemdir um það fæði sem barn þitt fær hjá dagforeldri sínu?
Nei 100%
Hefur þú lent í vandræðum varðandi niðurgreiðslur frá Fjarðabyggð vegna daggæslu barns þíns?
Já 15,38%
Nei 84,62%
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Inga Björnsdóttir, ráðgjafi á fjölskyldusviði, á mailto:sigrun.inga@fjardabyggd.is eða í síma 470 9000