mobile navigation trigger mobile search trigger
31.05.2014

Með kveðju frá Sikorsky

Gary Copsey færði Fjarðabyggð að gjöf nákvæma eftirlíkingu af Sikorsky HH 60-G Pave Hawk björgunarþyrlu, sem lék svo stórt hlutverk í björgunarafrekinu í Vöðlavík fyrir 20 árum. Reynsla flugmannanna við þessar erfiðu aðstæður nýttist til að bæta um betur í hönnun þyrlunnar.

Með kveðju frá Sikorsky
Gary Copsey afheti Jóni Birni Hákonarsyni líkanið góða við móttöku sem Fjarðabyggð gekkst fyrir af því tilefni í Randulffssjóhúsi á Eskifirði í gær.

Gary Copsey færði Fjarðabyggð að gjöf nákvæma eftirlíkingu af Sikorsky HH 60-G Pave Hawk björgunarþyrlu, sem lék svo stórt hlutverk í björgun áhafnarinnar á Goðanum í Vöðlavík fyrir 20 árum.

Reynsla flugmannanna við þessar erfiðu aðstæður nýttist framleiðandanum síðartil að bæta um betur í hönnun þyrlunnar.

Svo var aðallega Gary Copsey að þakka, að þyrluframleiðandum var gert kunnugt um hvað gæti betur farið, en hann var annar af tveimur þyrluflugmönnum 56. þyrlubjörgunarsveitar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, þesssa örlagaríku nótt.

Það þótti því afar vel við hæfi að honum yrði falið að koma færandi hendi með nákvæma eftirlíkingu þyrlunnar í tilefni af minningarathöfninni í Vöðlavík.

Án aðkomu þessara öflugu björgunarþyrlna hefði reynst ógjörningur að bjarga þeim sex mönnum úr sjömanna áhöfn Goðans sem lifðu sjóslysið af. Það sýnir því ef til vill vel þær óvægnu aðstæður sem björgunarmenn glímdu við að aðgerðirnar gátu leitt veikleika í hönnun Sikorsky í ljós.

Við þessari táknrænu gjöf tók Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og sagði hann af því tilefni að hann tæki við líkaninu fyrir hönd allra þeirra sem komu að frækilegri björgun Goðans.

Sjá frétt um afhjúpun minnisvarða í Vöðlavík

Sjá frétt um björgunarafrekin í Vöðlavík

Frétta og viðburðayfirlit