mobile navigation trigger mobile search trigger
09.04.2014

Íslandsmót í blaki á Norðfirði

Um 200 börn og ungmenni tóku þátt í Íslandsmóti í blaki sem fram fór á Norðfirði um síðustu helgi. Alls voru 42 lið skráð til leiks í þriðja, fimmta og sjötta flokki. Þróttur vann til tveggja Íslandsmeistaratitla á mótinu.

Íslandsmót í blaki á Norðfirði
Sjötti flokkur Þrótti Neskaupstað og Skelli Ísafirði. Allir í 6. flokki fengu verðlaun fyrir frábæra frammistöðu á mótinu.

Um 200 börn og ungmenni tóku þátt í Íslandsmóti í blaki sem fram fór á Norðfirði um síðustu helgi. Alls voru 42 lið skráð til leiks í þriðja, fimmta og sjötta flokki.

Þróttarar unnu til tveggja Íslandsmeistaratitli á mótinu eða í 3. flokki kvenna A og 5. flokki, 5. stigi.

Allir þátttakendur í 6.flokk fengu þátttökuverðlaun, en á mótinu tóku þátt sex lið í þeim flokki eða 3 llið frá Þrótti Neskaupstað, 1 lið frá Skelli og tvö lið frá Hugin og var Huginn jafnframt að taka þátt í sínu fyrsta Íslandsmóti yngriflokka.

Að fyrri keppnisdeginum loknum var öllum keppendum boðið á pizzuhlaðborð í Egilsbúð, auk þess allir fengu frítt í sund í boði Fjarðabyggðar. Þá var ferðaveður gott og komust allir utanbæjarkeppendur klakklaust aftur til síns heima að móti loknu. 

Nánar um Íslandsmeistaramótið

Fleiri myndir:
Íslandsmót í blaki á Norðfirði
Íslandsmót í blaki á Norðfirði

Frétta og viðburðayfirlit