Loðnuskip hafa hvert að öðru leitað undan brælu til hafna og er nú nokkur fjöldi saman kominn í flestum höfnum Fjarðabyggðar.
30.01.2015
Bræla á loðnumiðum
Loðnuskip hafa hvert að öðru leitað undan brælu til hafna í Fjarðabyggð og er nú nokkur fjöldi saman kominn í flestum höfnum.
Fyrstu skipin komu inn á Eskifjarðarhöfn á miðvikudag eða fjögur talsins og öll norsk. Bættist síðan það fimmta við í gær, en þar voru þá fyrir Vilhelm, Jón og Aðalsteinn.
Þá liggja tvö norsk loðnuskip á Reyðarfirði, eftir að hafa landað ýmis á Eskifirði eða Fáskrúðsfirði. Á Fáskrúðsfirði liggja á hinn bóginn sjö norsk uppsjávarfiskiskip við upplöndun, auk flutningskips sem er að taka frosnar fiskafurðir. Einnig herma fregnir að nokkur skip séu í Norðfjarðarhöfn, þó ekki norsk.
Fleiri myndir: