Á fundi bæjarstjórnar Fjarðbyggðar 20.febrúar var eftirfarandi bókun gerð; "Bæjarstjórn Fjarðabyggðar minnir á að við fyrirhugaðar breytingar á lögreglulögum og lögum um framkvæmdarvald og stjórnsýslu í héraði verði þess gætt að þjónusta við íbúa skerðist ekki.
21.02.2014
Breytingar á lögreglulögum og lögum um framkvæmdavald og stjórnsýslu í héraði
Á fundi bæjarstjórnar Fjarðbyggðar 20.febrúar var eftirfarandi bókun gerð; "Bæjarstjórn Fjarðabyggðar minnir á að við fyrirhugaðar breytingar á lögreglulögum og lögum um framkvæmdarvald og stjórnsýslu í héraði verði þess gætt að þjónusta við íbúa skerðist ekki. Þar sem markmið breytinga á lögunum er að efla embættin verði einnig skoðað hvort ekki skapist tækifæri til að flytja aukin verkefni til embættanna með það að markmiði að fjölga störfum á landsbyggðinni."