Draumavinnufélaginn, draumasamfélagið og Hey kanína komu við sögu á vel heppnuðu Hugmyndaþingi starfsmanna Fjarðabyggðar, sem fór fram í Kirkju- og menningarmiðstöðinni í dag. Einnig leit nýtt skemmtifélag starfsmanna dagsins ljós.
Draumaþing starfsmanna Fjarðabyggðar
Draumavinnufélaginn, draumasamfélagið og Hey kanína var á meðal þess sem kom við sögu á vel heppnuðu Hugmyndaþingi starfsmanna Fjarðabyggðar, sem fór fram í Kirkju- og menningarmiðstöðinni í dag.
Einnig spreyttu þátttakendur sig á skúlptúrgerð úr spagettístöngum og sykurpúðum og gekk á ýmsu, einkum í glímunni við lögmál þyngdaraflsins og burðarþol stönglanna.
Áður en þingið hófst, flutti 7-9-13 hressandi lagaspyrpu, en hljómsveitina mynda ungir tónlistarskólanemar í Fjarðabyggð, sem óhætt er að segja að eigi framtíðina fyrir sér. Daníel Geir Moritz, fyndnasti maður Íslands árið 2011, sá hins vegar um að kitla hláturtaugar þingfulltrúa.
Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, setti þingið, en um dagskrá þess sáu Kristín Björk Gunnarsdóttir og Helgi Þorbjörn Svavarsson, hjá Símey, Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar.
Þá fór fram á vettvangi Hugmyndaþingsins, stofnfundur nýs Skemmtifélag starfsmanna Fjarðabyggðar, SSF. Um undirbúning þess sá undirbúningshópurinn sem skipaður var á hugmyndaþingi síðasta árs og fór kjör fyrstu stjórnar fram við lófatak.
Stjórnina skipa Stella Rut Axelsdóttir, formaður, Hildur Vala Þórbergsdóttir, Jón Hilmar Kárason, Andrea Borgþórsdóttir, Ólöf Gísladóttir, Guðrún Margrét Björnsdóttir, Hrönn Reynisdóttir, Heiðrún Ósk Ölversdóttir Michelsen, Guðfinna Erlín Stefánsdóttir og Jón Petra Magnúsdóttir.