Valdimar O. Hermannsson, rekstrarstjóri Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað (FSN), veitti í dag viðtöku árskortum í sundlaugar Fjarðabyggðar. Kortin eru rafræn og veita sjúklingum endurhæfingardeildar sjúkrahússins ókeypis aðgang í sundlaugar Fjarðabyggðar á meðan á meðferð stendur.
Endurhæfing eitt helsta meðferðarúrræðið við lífsstílssjúkdómum
Valdimar O. Hermannsson, rekstrarstjóri Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað (FSN), tók í dag við árskortum í sundlaugar Fjarðabyggðar. Kortin eru rafræn og veita sjúklingum endurhæfingardeildar sjúkrahússins ókeypis aðgang í sundlaugar Fjarðabyggðar á meðan á meðferð stendur.
Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, afhenti sundkortin ásamt Benedikt Sigurjónssyni, forstöðumanni Sundlaugar Norðfjarðar. Í máli sínu benti Páll Björgvin m.a. á ein helsta forsenda atvinnulífs og áframhaldandi atvinnuuppbyggingar á Austurlandi sé, að Fjórðungssjúkrahúsið veiti öfluga heilbrigðisþjónustu í takt við þarfir samfélagsins sem henni er ætlað að þjóna.
Lífsstílssjúkdómar eru í veldisvexti víðast hvar á Vesturlöndum. Ísland er þar engin undantekning en á hverju ári tapast af þeirra völdum um 12.000 lífár hér á landi, samkvæmt úttekt Alþjóðaheilbrigðis-stofnunarinnar, vegna ótímabærra dauðsfalla eða örorku.
Endurhæfing er mikilvægur liður í meðferð sjúkdómanna og í mörgum tilvikum hryggjarstykkið í virkum meðferðarúrræðum, en einungis þrír viðurkenndir aðilar veita endurhæfingarmeðferð við lífsstílssjúkdómum; Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað (FSN), Reykjalundur í Mosfellsbæ og Kristneshælið á Akureyri.
Þá tók Valdimar við fleiri góðum gjöfum, en Hosurnar, líknarfélag starfsmanna FSN, gaf fjórðungssjúkrahúsinu þráðlausan mónitor og stólavigt.
Sjá frétt frá Fjarðabyggð um málið