mobile navigation trigger mobile search trigger
07.03.2014

Ferðaþjónustunni vex fiskur um hrygg

Veruleg uppbygging á sér stað í ferðaþjónustu í Fjarðabyggð um þessar mundir. Fyrir sumarið verða ný hótel starfandi á Norðfirði og Fáskrúðsfirði og á Reyðarfirði og Eskifirði er verið að fjölga gistirýmum umtalsvert.

Ferðaþjónustunni vex fiskur um hrygg
Sævar Guðjónsson, Ferðaþjónustunni Mjóeyri, tók nýlega fyrstu skóflustunguna að þremur nýjum gistihúsum. Mynd: Pétur Sörensson.

Veruleg uppbygging á sér stað í ferðaþjónustu í Fjarðabyggð um þessar mundir. Fyrir sumarið verða ný hótel starfandi á Norðfirði og Fáskrúðsfirði og á Reyðarfirði og Eskifirði er verið að fjölga gistirýmum umtalsvert.

Bjartsýni ríkir innan ferðaþjónustunnar, enda fátt sem bendir til annars en áframhaldandi vöxt ferðamanna til landsins.

Á Norðfirði hefur Hildibrand Hotel hafið starfsemi í kaupfélagshúsinum sem hýsti á sínum tíma m.a. Kaupfélagið Fram á Norðfirði. Á jarðhæðinni, þar sem bæjarskrifstofurnar voru eitt sinn til húsa, opnar Kaupfélagsbarinn, sjávarréttarbístró og grill í maí nk.

Á Eskifirði er Ferðaþjónustan Mjóeyri í óða önn við að reisa þrjú ný gistihús. Stefnt er að öðrum þremur strax á næsta ári og verða þá húsin alls ellefu talsins.

Á Reyðarfirði er einnig mikil uppbygging í gangi. Hótel Austur opnaði nýlega þar sem Fjarðahótel var áður og á síðasta ári bætti Tærgesen við 22 nýjum mótelherbergjum. Þá eru eigendur Hjá Marlín að breyta Valhöll í gistirými áasmt húsnæði sem áður hýsti húsgagnaverslunina Hólma.

Á Fáskrúðsfirði er Minjavernd svo á lokasprettinum með að endurbyggja gömlu frönsku húsin, þar sem   Fosshótel Austfirðir verður til húsa ásamt safninu Fransmenn á Íslandi.

Byggt á umfjöllun Mbl.

Frétta og viðburðayfirlit