mobile navigation trigger mobile search trigger
15.08.2014

Fjölgun íbúa á landsbyggðinni er jöfn og stöðug

Um 92% Íslendinga búa á þremur vaxtasvæðum landsins á Suðvesturlandi, Mið-Norðurlandi og Mið-Austurlandi. Aldrei hafa fleiri búið á landsbyggðinni en nú, að sögn Þóroddar Bjarnasonar, prófessors við Háskólann á Akureyri og stjórnarformanns Byggðastofnunar.

Fjölgun íbúa á landsbyggðinni er jöfn og stöðug

Um 92% Íslendinga búa á þremur vaxtasvæðum landsins á Suðvesturlandi, Mið-Norðurlandi og Mið-Austurlandi. Aldrei hafa fleiri búið á landsbyggðinni en nú, að sögn Þóroddar Bjarnasonar, prófessors við Háskólann á Akureyri og stjórnarformanns Byggðastofnunar

„Um 92 prósent þjóðarinnar búa á þremur vaxtarsvæðum landsins á Suðvesturlandi, Mið-Norðurlandi og Mið-Austurlandi. Fjölbreytt borgarsamfélög í Reykjavík og á Akureyri styðja við byggðir í allt að klukkustundar fjarlægð og á Austurlandi mynda Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð tiltölulega fjölbreytt atvinnu- og þjónustusvæði. Á þessum svæðum þar sem um 95 prósent íslensku þjóðarinnar búa er atvinnulíf blómlegt, þjónusta fjölbreytt og fólksfjölgun hefur verið stöðug síðustu árin. Tryggja þarf áframhaldandi vöxt þessara svæða en að þeim steðjar ekki brýnn vandi.“

Þegar íbúaþróun á landinu er skoðuð, má sjá að fjölgun Íslendinga á þessari og síðustu öld skýrist að verulegu leyti af íbúafjölgun á höfuðborgarsvæðinu. Á heildina litið verður af þessum gögnum ekki ráðið að fólksfækkun eigi sér stað utan höfuðborgarsvæðisins. Þvert á móti, þá bendir Þoróddur á fjölgunin á landsbyggðinni sé jöfn og stöðug. Í raun hafi aldreii búið fleiri utan þess svæðis en nú.

Hin hlið málsins er sú, að einstakar byggðir standi höllum fæti og verður að mati Þóroddar að líta til þeirra sérstaklega.

„Verulegur samdráttur og fólksfækkun er að mestu bundin við svæði þar sem um 5 prósent þjóðarinnar eru búsett. Tækniframfarir, sérhæfing og samþjöppun hafa víða leitt til fækkunar starfa í sjávarútvegi, landbúnaði og matvælaframleiðslu. Fólki hefur fækkað umtalsvert í sveitum og byggðakjörnum sem byggja einkum á sjávarútvegi eða þjónustu við landbúnað. Verulegur byggðavandi steðjar þannig að litlum hluta þjóðarinnar og því ætti að vera tiltölulega auðvelt að bregðast við honum með markvissum hætti.“

Fjallað er um rannsóknir Þóroddar á byggðaþróun í landinu á visir.is

Fleiri myndir:
Fjölgun íbúa á landsbyggðinni er jöfn og stöðug

Frétta og viðburðayfirlit