Flutningaskipið Green Freezer strandaði í kjölfar vélarbilunar á Eyri við Fáskrúðsfjörð á niunda tímanum í gærkvöld. Engin slys urðu á 17 manna áhöfn skipsins.
Flutningaskipið Green Freezer strandaði í kjölfar vélarbilunar á Eyri við Fáskrúðsfjörð á niunda tímanum í gærkvöld. Engin slys urðu á 17 manna áhöfn skipsins.
Flutningaskipið Green Freezer strandaði á skeri í Fáskrúðsfirði um klukkan átta í gærkvöld. Mengunargirðing hefur verið dregin á strandstað, en örfín brák gerði vart við sig í morgun við skipið.
Útgerð skipsins vinnur að björgun þess, en gangi það ekki eftir metur Landhelgisgæslan hvort íhlutunarrétti verði beitt, í samræmi við lög um varnir gegn mengun hafs og strandar.
Green Freezer var á leið inn á Fáskrúðsfjörð að sækja afurðir, en sökum vélarbilunar bakkaði skipið upp í fjöruna við Eyri.
Björgunarsveitir á Austurlandi voru kallaðar út, þar með talið björgunarbáturinn Geisli og aðrir bátar allt frá Vopnafirði til Hornafjarðar. Um 60 björgunarmenn hafa verið á vettvangi. Þyrla landhelgisgæslunnar kom á strandstað í gærkvöld. Þá er varðskipið Þór væntanlegt um sjö leytið í kvöld. Grétar Helgi Geirsson er vettvangsstjóri aðgerða.
Fjölveiðiskip Samherja kom taug um borð í Green Freezer og heldur björgunarbáturinn Hafdís frá Fáskrúðsfirði skipinu við. Þá er dráttarbátuinn Vöttur kominn á strandstað.
Skipið er stöðugt á eyrinni og situr á mjúkum sandbakka sunnanmegin í firðinum.
Green Freezer er hér á landi á vegum Nesskipa. Skipið er í eigu Green Management í Póllandi, en er skráð á Bahama-eyjum. Það hefur verið í siglinum á milli Íslands og Rússlands með fisk.