mobile navigation trigger mobile search trigger
02.12.2014

Starfshópur um atvinnu- og byggðaþróun á Stöðvarfirði

Nýskipaður starfshópur um sóknarfæri Stöðvarfjarðar leggur megináherslu á náið samstarf við Stöðfirðinga. Haldinn verður opinn fundur með íbúum, sem eru auk þess hvattir til að taka þátt í viðhorfskönnun. Niðurstöður munu nýtast  greiningarvinnu starfshópsins og tillögugerð.

Starfshópur um atvinnu- og byggðaþróun á Stöðvarfirði
Stöðvarfjörður.

Nýskipaður starfshópur um sóknarfæri Stöðvarfjarðar í atvinnu- og byggðaþróun leggur megináherslu á náið samstarf við Stöðfirðinga. Haldinn verður opinn fundur með íbúum og eru þeir auk þess hvattir til að taka þátt í viðhorfskönnun, sem dreift verður í hvert hús bæjarkjarnans á næstu dögum. Niðurstöður verða í báðum tilvikum lagaðar til grundvallar í greiningarvinnu hópsins og tillögugerð.

Opni fundurinn fer fram í menningarsal Sköpunarmiðstöðvarinnar 10. des. nk. frá kl. 16:00 til 18:00. Markmið fundarins er að skapa umræðuvettvang þar sem íbúar geta komið saman og lagt samfélaginu sínu lið með hugmyndum að uppbyggingu eða þróunarverkefnum. Hugmyndirnar mega stórar eða smáar eða lúta að verkefnum sem þegar eru í gangi. 

Skilafrestur viðhorfskönnunarinnar er til 15. des. nk. og gefst Stöðfirðingum kostur á að svara henni bæði rafrænt eða með hefðbundnu sniði. Þeir sem kjósa að svara hefðbundið á parppír eru beðnir um að skila könnuninni útfylltri á pappír í póstkassa sem komið hefur verið fyrir í Brekkunni. Þeir sem vilja taka þátt rafrænt svara hér

Könnuninni fylgir jafnframt hugmyndablað sem nota má til undirbúnings fyrir opna fundinn 10. des. nk. 

Verkefnahópurinn er skipaður Ívari Ingimarssyni, Rósu Valtingojer og Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur, sem er jafnframt formaður. Tilnefnt var í hópinn af bæjarráði í síðasta mánuði. Lokaskýrsla á að liggja fyrir 6. mars nk.

Í kynningu segir m.a. að verkefnahópurinn telji gott samstarf við íbúa á Stöðvarfirði mikilvægt fyrir árangur starfsins. Hópurinn vilji sjá vinnuna gerða eins vel og kostur er og þar skipti þátttaka Stöðfirðinga þar meginmáli. Eru allir sem vilja hafa samband til að ræða hugmyndir eða verkefni eða fá að fylgjast með framvindunni beðnir um að hafa samband við verkefnahópinn: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, 861 7595, asta.k. sigurjonsdottir@fjardabyggd.is; Ívar Ingimarsson, 857 3689, muggur77@hotmail.com; Rósa Valtingojer, 849 8630, rosa@inhere.is.

Sjá erindisbréf starfshóps um sóknarfæri Stöðvarfjarðar (pdf)

Sjá viðhorfskönnun starfshópsins (pdf)

 

 

 

 

Frétta og viðburðayfirlit