mobile navigation trigger mobile search trigger
17.06.2014

Fram, fram bæði menn og fljóð

Gengið fylktu liði frá Valhöll inn á hátíðarsvæði á Eskjutúni í dag. Tvær fjallkonur fóru ásamt fánaberum og trymbli í fylkingarbrjósti sem léði skrúðgöngunni sérlega hátíðlegan blæ á 70 ára afmælisdegi íslenska lýðveldisins. 

Fram, fram bæði menn og fljóð
Þjóðhátíðardeginum var fagnað í Fjarðabyggð á Eskifirði í dag við kjöraðstæður. Hér má sjá fjallkonurnar tvær sem fóru ásamt fánaberum og trymbli fyrir skrúðgöngunni.

Gengið fylktu liði frá Valhöll inn á hátíðarsvæði á Eskjutúni í dag. Tvær fjallkonur fóru ásamt fánaberum og trymbli í fylkingarbrjósti sem léði  skrúðgöngunni sérlega hátíðlegan blæ á 70 ára afmælisdegi íslenska lýðveldisins. 

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, setti hátíðar- og skemmtidagskrá dagsins og fjallkonan, Líneik Anna Sævarsdóttir, flutti hátíðarljóð. Við hlið hennar stóð litla fjallkonan, Elín Júlíana Þorsteinsdóttir. Að því búnu tók við tónlist, leikir og þrautir margs konar við kjöraðstæður á Eskjutúni, auk þess sem Dreki bauð upp á kennslu í bogfimi.

Af þeim sem komu fram má nefna leikskólakórinn á Dalborg og tvær efnilegar unglingahljómsveitir frá Eskifirði og Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Kynnir og forsöngvari á sviði á Andri Bergmann.

Þá settu hoppukastalar og krásum hlaðin veitingasala einnig svip sinn á hátíðarsvæðið ásamt fánum og litríkum gasblöðrum. Ekkert sælgæti var hins vegar á boðstólum og ekki annað að sjá en að sú nýbreytni mæltist vel fyrir.

Myndir frá hátíðarhöldunum (af FB Eskifjörður Eskifirði)

 

Frétta og viðburðayfirlit