Takist ekki samningar í kjaradeilu Félags grunnskólakennara og viðsemjenda, fellur kennsla niður hjá grunnskólakennurum á morgun, fimmtudaginn 15. maí. Starfsemi heilsdagsskólans verður með óbreyttu sniði eftir hádegi. Foreldrar eru beðnir um að fylgjast vel með fréttum.
14.05.2014
Fyrirhuguð vinnustöðvun grunnskólakennara 15. maí
Takist ekki samningar í kjaradeilu Félags grunnskólakennara og viðsemjenda, fellur kennsla niður hjá grunnskólakennurum á morgun, fimmtudaginn 15. maí. Starfsemi heilsdagsskólans verður með óbreyttu sniði eftir hádegi. Vinnustöðvunin nær einungis til grunnskólakennara og kennsla verður því samkvæmt stundaskrá hjá þeim skólastjórum sem hafa kennsluskyldu.
Foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að fylgjast vel með fréttum. Takist samningar áður en til vinnustöðvunar kemur verður kennsla samkvæmt stundarskrá í öllum grunnskólum.