Um síðustu helgi var haldið yngri flokka mót í blaki í Neskaupstað fyrir 2. og 4. flokk. Þetta var fyrsta yngri flokka mót vetrarins og var keppt um titilinn Íslandsmeistarar Haust 2014.
02.10.2014
Fyrsta blakmót vetrarins haldið í Neskaupstað
Um síðustu helgi var haldið yngri flokka mót í blaki í Neskaupstað fyrir 2. og 4. flokk. Þetta var fyrsta yngri flokka mót vetrarins og var keppt um titilinn Íslandsmeistarar Haust 2014. Á mótinu kepptu 30 lið en af þeim voru 13 lið frá Þrótti N. sem sýnir hversu öflugt yngri flokka starfið er hjá Þrótti í blakinu. Þróttur hreppti 4 Íslandsmeistaratitla af 7 sem er virkilega flottur árangur.
Liðin komu víðsvegar af landinu en lengst að komu Ísfirðingar en til leiks mættu lið frá Sindra, Leikni, Völsungi, HK, KA, Huginn og Aftureldingu. Nánar um mótið.