Dögum myrkurs lauk í gær á Austurlandi. Á meðal lokaviðburða var þetta glæsilega kökuhlaðborð á Hótel Hildibrand. Hnallþórurnar eru að mörgu leyti viðeigandi lokapunktur á dagsrká þessara myrku daga í ár, sem var einmitt með glæsilegasta móti.
17.11.2014
Glæsilegur endapunktur á Dögum myrkurs
Dögum myrkurs lauk í gær og var dagskráin í Fjarðabyggð með allra glæsilegasta móti. Á meðal viðburða á þessum síðasta degi var kökuhlaðborð á Hótel Hildibrand í sannkölluðum hnallþórustíl. Eins og myndin hér til hliðar ber með sér svignuðu borðin undan kræsingunum.
AF öðrum lokaviðburðum má nefna hryllingsmyndasýningu í Sambandssal hótelsins. Á Eskifirði var aftur á móti kærleiksganga frá Ferðaþjónustunni á Mjóeyri að Randulffs-sjóhús og Taize-messa í Krikjumenningarmiðstöðinni, þar sem minnt var á það hlutverk kristinna að lýsa upp myrkur mannaheima.