mobile navigation trigger mobile search trigger
11.02.2014

Glæsilegur árangur í sundi á alþjóðlegu íþróttamóti í Svíþjóð

Ólafía Svanbergsdóttir, 11 ára stúlka frá Neskaupstað, vann til þrennra verðlauna á alþjóðlegu íþróttamóti fatlaðra í Malmö í Svíþjóð um síðustu helgi.

Glæsilegur árangur í sundi á alþjóðlegu íþróttamóti í Svíþjóð

Ólafía Svanbergsdóttir 11 ára stúlka frá Neskaupstað, vann til þrennra verðlauna á alþjóðlegu íþróttamóti fatlaðra í Malmö í Svíþjóð um síðustu helgi. Þáttakendur á Malmö Open voru um 2.500 frá 25 löndum en mótið var haldið dagana 7.- 10. febrúar.  Ólafía varð sigurvegari í 50 metra skriðsundi, hún fékk silfur í 25 metra skriðsundi og brons í 25 metra flugsundi.  Í 50 metra skriðsundinu bætti hún árangur sinn um heilar 10 sekúndur.  Við óskum Ólafíu innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.   

Frétta og viðburðayfirlit