Göngum saman verður með fjölbreyttar göngur í Fjarðabyggð mæðradaginn 11. maí. Frítt verður í sund fyrir göngufólk, Nesbær og Sesam brauðhús verða með hressandi tilboð og margt fleira. Göngum saman eru landssamtök til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini.
Göngum saman í Fjarðabyggð
Göngum saman verður með fjölbreyttar göngur í Fjarðabyggð mæðradaginn 11. maí kl. 11:00. Gengið verður á tveimur stöðum eða á Reyðarfirði og í Neskaupstað.
Á Reyðarfirði verður lagt af stað frá Stríðsárasafninu og þrjár vegalengdir í boði eða 2 km, 3 km og 5 km ganga.
Í Neskaupstað verður gengið frá vitanum og verða tvær góðar gönguleiðir í boði.
Varningur til styrktar Göngum saman verður seldur frá kl. 14:00 til 18:00 í Molanum á Reyðarfirði föstudaginn 9. maí og í Nesbæ Neskaupstað laugardaginn 10. maí. Einnig verður styrktarvarningur til sölu á sunnudeginum á báðum göngustöðum.
Frítt verður í sund fyrir göngufólk í sundlaugunum á Eskifirði og í Neskaupstað. Þá verða á mæðradeginum 11. maí spennandi tilboð til styrktar Göngum saman í Sesam á Reyðarfirði og Nesbæ kaffihúsi Neskaupstað.
Göngum saman eru landssamtök til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini.