mobile navigation trigger mobile search trigger
14.02.2014

Heildarframleiðslumagn Alcoa Fjarðaáls nær 2 milljónum tonna

Í ársbyrjun var þeim áfanga náð í álveri Alcoa Fjarðaáls að heildarframleiðslumagn afurða fyrirtækisins náði tveimur millljónum tonna.

Heildarframleiðslumagn Alcoa Fjarðaáls nær 2 milljónum tonna
Mikael Viðarsson framleiðslusérfræðingur í steypuskála (t.v.) og Smári Kristinsson framkvæmdastjóri málmvinnslu.

Í ársbyrjun var þeim áfanga náð í álveri Alcoa Fjarðaáls að heildarframleiðslumagn afurða fyrirtækisins náði tveimur millljónum tonna en fyrsta kerið var ræst í aprílmánuði 2007.  Í álverinu eru framleidd daglega um 950 tonn af áli í 336 kerum. Reiknað er með að heildarframleiðsla Alcoa Fjarðaáls verði um 350 þúsund tonn á þessu ári en samkvæmt starfsleyfi hefur fyrirtækið heimild til þess að framleiða allt að 360 þúsund tonn af áli á ári.  Nánari upplýsingar

Frétta og viðburðayfirlit