mobile navigation trigger mobile search trigger
01.04.2014

Heimsókn til Andenes

Jens Garðar Helgason formaður bæjarráðs var á dögunum staddur í Vesterålen og nýtti ferðina m.a. til að heimsækja Andoy Kommune. Jens kynnti Fjarðabyggð fyrir bæjarstjórn og helstu embættismönnum Andoy og heimsótti, ásamt Jonna Solsvik bæjarstjóra Andenes, forsvarsmenn Andenesfisk sem er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Andenes.

Heimsókn til Andenes
Jens Garðar Helgason og Jonni Solsvik

Jens Garðar Helgason formaður bæjarráðs var á dögunum staddur í Vesterålen og nýtti ferðina m.a. til að heimsækja Andoy Kommune. Jens kynnti Fjarðabyggð fyrir bæjarstjórn og helstu embættismönnum Andoy og heimsótti, ásamt Jonna Solsvik bæjarstjóra Andenes, forsvarsmenn Andenesfisk sem er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Andenes.  Einnig var farið í heimsókn í Andoy Rocket Range, sem er eldflaugastöð norsku geimvísindastofnunarinnar.  Þar vinna 70 manns, m.a. við rannsóknir á norðurljósunum fyrir NASA og geimvísindastofnun Japan og fleiri landa.  Fyrir áhugasama er heimasíða stöðvarinnar http://www.rocketrange.no/.

Fjarðabyggð og Andoy Kommune stefna að því að mynda með sér vinabæjartengsl og stefnt er að því að skrifa undir vinabæjarsamstarf nú í lok júní, en þá mun Jonni Solsvik bæjarstjóri Andenes heimsækja Fjarðabyggð.  Miklir möguleikar eru í samstarfi þessara tveggja sveitarfélaga, bæði menningarlega, í ungmennasamskiptum og í samstarfi fyrirtækja t.d í ferðaþjónustu.

Frétta og viðburðayfirlit