Fjármálaráðherra grænlensku heimastjórnarinnar sótti Fjarðabyggð heim 12. janúar sl. og átti fund með fulltrúum Fjarðabyggðar í Randulffssjóhúsi á Eskifirði.
22.01.2014
Heimsókn fjármálaráðherra Grænlands
Tilgangur heimsóknar fjármálaráðherrans til Fjarðabyggðar var að kynnast staðháttum og fræðast um sveitarfélagið. Fjarðabyggð hefur átt góð tengsl við Grænland á liðnum árum en sveitarfélagið Qeqqata er einn af vinabæjum Fjarðabyggðar. Sveitarfélögin hafa deilt reynslu sinni á sviðum atvinnumála og tekið sameiginlega þátt í norrænum samstarfsverkefnum þeim tengdum.