mobile navigation trigger mobile search trigger
13.09.2014

Íbúar enn hvattir til að fylgjast vel með

Umhverfisstofnun mæltist til þess í gærkvöld, að íbúar á Austurlandi héldu sér innandyra í gærkvöldi með lokaða glugga á meðan loftstyrkur brennisteinstvíildis væri sem mestur. Íbúar eru hvattir til að fylgjast áfram vel með aðstæðum utandyra og helstu upplýsingaveitum.

Íbúar enn hvattir til að fylgjast vel með
SO2 styrkur í lofti ræðst af efnastyrk frá gosstöðvum, vindstyrk og vindátt.

Umhverfisstofnun mæltist til þess í gærkvöld, að íbúar á Austurlandi héldu sér innandyra í gærkvöldi með lokaða glugga á meðan loftstyrkur brennisteinstvíildis (SO2) væri sem mestur.

Hæsta mæling til þessa var á Reyðarfirði og sýndi hún 4.000 míkrógrömm á ellefta tímanum. Mest mældi styrkur á Egilsstöðum var tæplega 700 mikrógrömm. Ekki er vitað um skilyrði annars staðar á Austurlandi þar sem mæla vantar á aðra þéttýlisstaði.

Loftyrkur SO2 ræðst af samspili efnastyrks frá eldgosinu, vindstyrks og vindáttar.

Íbúar eru hvattir til að fylgjast áfram vel með aðstæðum utandyra og helstu upplýsingaveitum.

  • Fjarðabyggð - upplýsingaveita fyrir íbúa, einnig á Facebook. 
  • Loftgæðamælingar í rauntíma á tiltækum mælum - smella á bláu hnappana á Íslandskorti. 
  • Vedur.is -  ef spár gefa til kynna háan SO2-styrk frá eldgosinu. 
  • Landlæknir - yilkynningar sem snerta heilbrigðismál vegna SO2 á Austurlandi. 
  • Matvælastofnun - upplýsingar sem snerta dýr og matvæli vegna gosmengunarinnar. 
  • Almannavarnir - upplýsingar frá Umhverfisstofnun og/eða heilbrigðisyfirvöldum.

 

 

 

Frétta og viðburðayfirlit