Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar bar sigur úr býtum í 2. deild karla í knattspyrnu. Leiknir Fáskrúðsfirði færðist einnig upp um deild, liðið varð í 2.sæti í 3.deildinni og leikur í 2. deildinni á næsta ári.
Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar deildarmeistarar 2.deildar og Leiknir einnig upp um deild
Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar bar sigur úr býtum í 2. deild karla í knattspyrnu. Liðið var búið að tryggja sér sæti í 1.deildinni yfir þó nokkru síðan en þetta er annað árið í röð sem KFF tekur deildarmeistaratitil, liðið vann einnig 3.deildina sumarið 2013. Leiknir Fáskrúðsfirði færðist einnig upp um deild, liðið varð í 2.sæti í 3.deildinni og leikur í 2. deildinni á næsta ári.
Meistaraflokkur karla hjá Knattspyrnufélagi Fjarðabyggðar, KFF, sigraði sína deild annað árið í röð. KFF leikur því í 1. deild á næsta ári en sigurganga liðsins hefur verið glæsileg undanfarin tvö ár.
Í byrjun leiktíðarinnar var KFF spáð 4. sætinu af þjálfurum 2. deildar. Deildarsigurinn var öruggur, en KFF er með 50 stig þegar ein umferð er eftir og hefur einungis tapað einum leik á tímabilinu. Grótta, sem fylgir liðinu upp í 1.deild, er með 41 stig. Í þriðja sæti er ÍR með 37 stig. Markahæsti leikmaður deildarinnar er Brynjar Jónasson KFF með 17 mörk í 21 leik.
Þá varð Leiknir Fáskrúðsfirði í öðru sæti 3. deildar og færist einnig upp um deild. Lið Leiknis var einungis einu stigi frá meistaratitlinum en deildarmeistarar Hattar fengu 41 stig. Fáskrúðfirðingarnir skoruðu flest mörk í deildinni, 55 alls og töpuðu einungis 2 leikjum. Leiknismaðurinn Kristófer Páll Viðarsson var jafnframt markahæsti leikmaður 3. deildar en hann skoraði heil 14 mörk í einungis 10 leikjum en Kristófer glímdi við meiðsli hluta af tímabilinu.