Fjórir nemendur við Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar tóku þátt í landsmóti A-sveita, sem fór nýlega fram í Grindavík á vegum Samtaka íslenskra skólalúðrasveita. Alls tóku 370 krakkar þátt hvaðanæva af landinu.
07.05.2014
Landsmót skólalúðrasveita
Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar átti fjóra fulltrúa á landsmóti A-sveita í Samtökum íslenskra skólalúðrasveita (SÍSL). Mótið var haldið í Grindavík helgina 2.- 4. maí og voru alls 370 krakkar af landinu öllu skraðir til leiks.
Þátttakendurnir fjórir voru þau Dagný Sól, Bjarki Þór, Bríet Irma og Anya Hrund og stóðu þau sig öll með miklum sóma.
Æft var á fimm stöðum í bænum alla helgina og svo var kvöldskemmtun með þeim Sveppa og Villa á laugardagskvöldið. Mótinu lauk á stórglæsilegum tónleikum.
Sjá umfjöllun á vef tónlistarskólans