Langur föstudagur verður á Stöðvarfirði þann 29. ágúst næstkomandi. Tilboð, skottsala og skemmtilegir viðburðir verða í tilefni dagsins hjá Salthúsmarkaðnum, Söxu gistiheimili og kaffihúsi, Gallerí Snærós, Sköpunarmiðstöðinni, Steinasafni Petru og Minjasafni Tona.
Langur föstudagur á Stöðvarfirði
Langur föstudagur verður á Stöðvarfirði þann 29. ágúst næstkomandi. Tilboð, skottsala og skemmtilegir viðburðir verða í tilefni dagsins hjá Salthúsmarkaðnum, Söxu gistiheimili og kaffihúsi, Gallerí Snærós, Sköpunarmiðstöðinni, Steinasafni Petru og Minjasafni Tona.
Salthúsmarkaðurinn kl. 11:00 til 21:00 - 10% afsláttur af öllu handverki.
Skottsala (uppskeruhátíð) kl. 14 til 18:00 - verður fyrir utan Salthússmarkaðinn.
Fólk er hvatt til að koma með uppskeru sumarsins.
Gallerí Snærós - opið kl. 13:00 til 19:00.
Sköpunarmiðstöðin - opin kl. 15:00 til 19:00.
Minjasafn Tona - opið kl. 15:00 til 19:00.
Saxa gistiheimili og kaffihús - tilboð á aspargussúpu og heimabökuðu brauði kl. 12:00 til 21:00.
Steinasafn Petru - Hið árlega ljóskvöld (ef veður leyfir).