mobile navigation trigger mobile search trigger
27.01.2014

Leikskólagjöld hækka ekki í Fjarðabyggð

Bæjarráð Fjarðabyggðar afturkallaði þann 13. janúar sl. fyrirhugaðar hækkanir á gjaldskrám leikskóla, skóladagheimila og tónlistarskóla. Gjöld fyrir þessa þjónustu verða þar með þau sömu í Fjarðabyggð þriðja árið í röð.

 

Leikskólagjöld hækka ekki í Fjarðabyggð

Ranghermt var í fréttum Ríkisútvarps í gær kl. 18:00, að Fjarðabyggð sé eitt af sex stærri sveitarfélögum landsins sem hækkað hafi leikskólagjöld. 

Hið rétta er að bæjarráð Fjarðabyggðar afturkallaði þann 13. janúar sl. fyrirhugaðar hækkanir á gjaldskrám leikskóla, skóladagheimila og tónlistarskóla. Gjöld fyrir þessa þjónustu verða þar með þau sömu í Fjarðabyggð þriðja árið í röð. Auk þess voru aldursviðmið gjalskráa hækkuð úr 16 í 18 ára sem draga mun verulega úr gjaldtöku í þessum aldurshópi.

Í greinargerð bæjarráðs segir að með þessu vilji sveitarfélagið leggja sitt af mörkum til að verðlag haldist stöðugt. 

Í frétt Ríkisútvarpsins er vísað í Verðlagseftirlit ASÍ sem heimild. Segir m.a. í frétt frá eftirlitinu á vef sambandsins að Fjarðabyggð hafi hækkað leikskólagjöld þrátt fyrir samstillt átak gegn verðhækkunum.

Þetta er eins og áður segir rangt. Er vonast til þess að umræddar rangfærslur verði leiðréttar hið snarasta og heimildaröflun færð til betri vegar.

Tengt efni:

Frétt Verðlagseftirlits ASÍ

Frétt frá Fjarðabyggð um afturkallanir gjaldskrárhækkana 

 

Frétta og viðburðayfirlit