mobile navigation trigger mobile search trigger
20.10.2014

Loftgæðamælingar í Fjarðabyggð vegna gosmengunar

Loftgæðamælar vegna eldgossins í Holuhrauni eru á fimm þéttbýlisstöðum í Fjarðabyggða eða á Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði.

Mælarnir eru hluti af viðvörunarkerfi almannavarna og eru þeir vaktaðir af samhæfingarstöð almannavarna.

Handvirki mælar eru í öllum bæjarkjörnunum nema á Reyðarfirði. Þar eru nettengdir loftgæðamælar og má fylgjast með þeim í rauntíma á loftgaedi.is.

Nálgast má jafnframt mikilvægust upplýlsingar og upplýsingavefi á upplýsingasíðu hér á fjardabyggd.is (velja Gosmengun efst til vinstri á forsíðu).

Mikilvægt er að almenningur fylgist vel með aðstæðum utan dyra á meðan á eldgosinu stendur, gosmengunarspá Veðurstofunnar og dreifingarlíkani Veðurstofunnar ásamt mælingum á loftgæðum. 

Almannavarnir senda SMS til íbúa á viðkomandi stað, mælist 2.000 míkrógrömm eða meira af brennisteinstvíildi í hverjum rúmmetra af andrúmslofti.

Sjá samantekt um loftgæðamælingar í Fjarðabyggð

 

 

 

Frétta og viðburðayfirlit