Eitt glæsilegasta Neistaflug frá upphafi
Fjölskyldu- og útihátíðinni Neistaflugi lauk með glæsibrag sl. sunnudagskvöld eftir afar velheppnaða helgi með brunabolta, sundlaugargleði, hverfagrillum og söngvakeppni barnanna, svo að fátt eitt sé nefnt af fjölbreyttri skemmtidagskrá hátíðarinnar.
Markmið Neistaflugs er að bjóða ferska og fjölbreytta fjölskyldu- og skemmtidagskrá og mættu margar af skærustu stjörnum landsins til leiks, þar á meðal Páll Óskar, Jónas og ritvélar framtíðarinnar, Raggi Bjarna, Eyðþór Ingi og stuðboltasveitin Buff.
Sérstök unglingadagskrá var í boði með m.a. DJ Sveppz, sykurpúðagrilli í fjörunni og Hlyn Ben, sem tróð upp í kajakfjörinni í Neskaupstað, á meðan n Skoppa og Skrítla, Sveppi og fleiri æskuhetjur prýddu krakkadagskrána.
Af öðrum áhugaverðum vMargir viðburðir eru líka í boði eins og: Brunabolti, sunlaugargleði, hverfagrill, söngkeppni barna og svona má lengi telja.
Með síðustu viðburðum var að vanda glæsileg flugeldasýning, sem Hlynur Sveinsson náði einstöku myndum af með aðstoð fjarstýrðrar þyrlu. Myndbandið hefur vakið verðskuldaða athygli og birtist m.a. á fréttavef RÚV.