Aron Leví og Jörgen Sveinn hafa verið ráðnir til starfa á umhverfis- og skipulagssvið.
Aron Leví Beck hefur hafið störf sem skipulags- og umhverfisfulltrúi. Aron er með B.Sc. í byggingafræðum frá Háskólanum í Reykjavík. Hann mun annast og hafa umsjón með skipulags- og umhverfismálum Fjarðabyggðar. Meðal annars bera ábyrgð á skipulagsgerð, þ.e. aðal-, deili- og svæðisskipulags.
Netfangið er aron.beck@fjardabyggd.is
Jörgen Sveinn Þorvarðarson hefur hafið störf sem byggingarfulltrúi. Jörgen er með B.S.c í byggingarfræði frá VIA University College. Hann mun annast og bera ábyrgð á byggingarmálum Fjarðabyggðar. Hann mun meðal annars hafa umsjón með yfirlestri á aðal- og séruppdrátta, ábyrgð á móttöku og skráningu nýrra teikninga, umsókna- og skjala vegna byggingarmála.
Netfangið er jorgen.thorvardarson@fjardabyggd.is
Aron og Jörgen eru boðnir velkomnir til starfa hjá Fjarðabyggð.