mobile navigation trigger mobile search trigger

Orkumálin sett á oddinn

22.04.2024

Klukkan 17:15

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, mun á næstu vikum halda opna fundi víðs vegar um land þar sem fjallað verður um orkumál og verkefnin framundan. Annar fundurinn verður haldinn á Egilsstöðum mánudaginn 22. apríl.

Orkumálin sett á oddinn
Samkvæmt nýbirtri orkuspá Orkustofnunar 2030-2050 er gert ráð fyrir að næstu ár eigi eftir að verða krefjandi í raforkukerfinu og að nýtt framboð raforku mæti ekki aukinni eftirspurn fyrr en mögulega árið 2027.
Á fundunum mun ráðherra fjalla um stöðuna í orkumálum og þann árangur sem náðst hefur, enda hefur margt áunnist á síðustu tveimur árum. Einnig verður fjallað um áskoranir næstu ára, viðbragðsaðgerðir stjórnvalda í orkumálum fyrir næstu mánuði og ár, sem og þau mörgu stóru mál sem eru á döfinni næstu misseri.
Annar fundurinn verður haldin mánudaginn 22. apríl kl. 20 á Berjaya hótelinu Egilsstöðum.
Fundurinn er opinn öllum og að loknu erindi ráðherra verða umræður um málið.

Frétta og viðburðayfirlit