Ákveðið hefur verið að ráða Einar Má Sigurðarson í starf skólastjóra Nesskóla. Einar Már gegnir nú starfi skólastjóra Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar en var áður skólastjóri Valsársskóla á Svalbarðseyri. Fjarðabyggð óskar Einari Má til hamingju og velfarnaðar í starfi.
Ákveðið hefur verið að ráða Einar Má Sigurðarson í starf skólastjóra Nesskóla. Einar Már gegnir nú starfi skólastjóra Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar en var áður skólastjóri Valsársskóla á Svalbarðseyri. Einar Már gegndi á árum áður starfi forstöðumanns Skólaskrifstofu Austurlands og var skólameistari við Verkmenntaskóla Austurlands. Hann var skólafulltrúi og félagsmálastjóri í Neskaupstað auk þess sem hann sat á Alþingi um 10 ára skeið. Fjarðabyggð óskar Einari Má til hamingju og velfarnaðar í starfi.
Níu einstaklingar sóttu um starfið en einn dró umsókn sína til baka.
Umsækjendur voru:
Einar Már Sigurðarson – Neskaupstað
Eysteinn Þór Kristinsson – Neskaupstað
Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir – Reykjavík
Hlín Bolladóttir - Akureyri
Jón Einar Haraldsson - Akureyri
Lóa Björg Gestsdóttir - Sandgerði
Sigrún Júlía Geirsdóttir – Neskaupstað
Valgeir Jens Guðmundsson – Reykjavík
Fjarðabyggð þakkar umsækjendum sýndan áhuga á starfinu og óskar þeim velfarnaðar.