Síðustu mánuði hefur verið unnið að því að efla rafræna stjórnsýslu sveitarfélagsins og samþykkti bæjarstjórn á fundi sínum í gær að fundargerðir allra nefnda og bæjarstjórnar sveitarfélagsins yrðu undirritaðar með rafrænum hætti.
19.02.2021
Rafrænar undirritanir teknar í notkun
Samhliða þessu geta íbúar nú undirritað skjöl og umsóknir sveitarfélagsins með rafrænum skilríkjum í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins. Stuðst er við lausnir frá fyrirtækinu One Systems og með uppfærslu kerfisins voru rafrænar undirritanir innleiddar auk annarra nýjunga í skjalakerfi sveitarfélagsins.
Eftir að bæjarstjórn hafði staðfest nýja framkvæmd undirritana og lokið fundi í gær undirrituðu bæjarfulltrúar fyrstu fundargerð sveitarfélagsins með rafrænum skilríkjum sem gekk greiðlega fyrir sig.