mobile navigation trigger mobile search trigger
31.01.2014

Samkomulag um safnahúsið á Egilsstöðum

Þau sveitarfélög sem aðild eiga að Héraðsskjalasafni Austfirðinga hafa sammælst um að Fljótsdalshérað yfirtaki rekstur á húsnæði safnahússins á Egilsstöðum, sem gera mun rekstur fasteignarinnar mun einfaldari í meðförum en áður.

Samkomulag um safnahúsið á Egilsstöðum
Fulltrúar aðildarsveitarfélaga á aukaaðalfundi héraðsskjalasafnsins sem fram fór 30. janúar sl.

Þau sveitarfélög sem aðild eiga að Héraðsskjalasafni Austfirðinga hafa sammælst um að Fljótsdalshérað yfirtaki rekstur á húsnæði safnahússins á Egilsstöðum, sem gera mun rekstur fasteignarinnar mun einfaldari í meðförum en áður.

Samkomulag þessa efnis var undirritað á aukaaðalfundi Héraðsskjalasafnsins sem fram fór í gær, en samkvæmt því kaupir Fljótsdalshérað rúmlega 26% eignarhlut safnsins í fasteigninni að Laufskógum 1.

Sambærilegur samningur verður gerður um hlut Minjasafns Austurlands og þar með verður rekstur fasteignarinnar kominn í heild sinni á hendi Fljótsdalshéraðs.

Samkomulagið er gert með það fyrir augum að einfalda eignarhald fasteignarinnar. Samhliða því var svo gerður langtímasamningur á milli aðila um afnot héraðsskjalasafnsins af safnahúsinu. 

Sjá sameiginlega yfirlýsingu aðildarsveitarfélaga Héraðsskjalasafns Austurlands

Frétta og viðburðayfirlit