Saga Garðars & Snorri Helga í Valhöll, Eskifirði.
Hjónin Snorri Helgason tónlistarmaður og Saga Garðarsdóttir grínkona halda gill í félagsheimili Eskfirðinga Valhöll laugardagskvöldið 1. október 2022. Snorri opnar kvöldið og spilar sína þjóðlðagaskotnu poppmúsík og svo tekur Saga við og flytur uppistand sitt.
Saga Garðarsdóttir er einn vinsælasti skemmtikraftur þjóðarinnar um þessar mundir. Hún er leikkona og uppistandari, er nýbúin að eignast barn og giftast þjóðlagasöngvara og gerir grín að sjálfri sér og okkur öllum. Löng kona sem enginn má missa af!
Snorri Helgason er að gefa út nýja plötu sem ber heitið Víðihlíð en lög af henni eins og “Ingileif”, “Haustið ’97” og “Hæ Stína” hafa verið mikið spiluð á öldum ljósvakans síðustu misseri. Snorri flytur lög af þessari nýju plötu í bland við tónlist af sínum langa ferli.
Miðaverð 4900kr.
Fyrr um daginn munu þau halda barnaball sem hefst klukkan 15:00 í félagsheimilinu Valhöll.
Þar munu Saga og Snorri bjóða upp á lög og leiki úr öllum áttum en þau hjónin sendu frá sér barnaplötuna Bland í poka fyrir nokkrum árum. Þau munu spila nokkur lög af henni í bland við aðra klássíkera auk þess sem Saga stjórnar leikjum og dönsum með börnum.
Ballið er í boði Tónlistarmiðstöðvar Austurlands og er hluti af BRAS.
Tengill á viðburðinn er hér og hér