Þrjú sveitarfélög standa að sameiginlegri kynningu á skíðasvæðunum í Oddsskarði og Starfdal. Kynningin fer fram undir yfirskriftinni Skíðalandið Austurland og er henni ætlað að styrkja stöðu svæðanna í vetrarferðaþjónustu.
07.03.2014
Sameiginleg kynning á Skíðalandinu Austurland
Þrjú sveitarfélög standa að sameiginlegri kynningu á skíðasvæðunum í Oddsskarði og Stafdal. Kynningin fer fram undir yfirskriftinni Skíðalandið Austurland með það að markmiði, að styrkja stöðu svæðanna í vetrarferðaþjónustu.
Sveitarfélögin eru Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað og Seyðisfjarðarkaupstaðar og miðast samstarfið við gerð kynningarefnis og birtingu auglýsinga.
Samhliða kynningarstarfinu verður áhersla lögð á vöruþróun sem nýst getur ferðaþjónum í sölu- og markaðssetningu á skíðferðum til Austurlands.