Nú er að ljúka framkvæmdum vegna endurbóta við smábátahöfnina á Fáskrúðsfirði. Einnig hefur verið útbúin góð aðstaða fyrir smábátaeigendur til þess að taka upp báta .
13.10.2014
Smábátahöfn Fáskrúðsfirði
Nú er að ljúka framkvæmdum vegna endurbóta við smábátahöfnina á Fáskrúðsfirði. Einnig hefur verið útbúin góð aðstaða fyrir smábátaeigendur til þess að taka upp báta. Umhverfi hafnarsvæðisins hefur verið lagfært, gengið hefur verið frá grænum svæðum og stígum, þannig að aðgengi að svæðinu er mjög gott. Ef veður leyfir verður plantað í gróðurbeð nú á haustdögum. Með þessari framkvæmd verður smábátahöfnin á Fáskrúðsfirði ekki aðeins betri fyrir sjómenn, heldur mun hún verða aðdráttarafl fyrir gesti og gangandi.