Hafin er gangagerð vegna nýju Norðfjarðarganganna í Fannardal. Fyrsta sprengingin fór fram í tvennu lagi seint í gærkvöldi. Töluverður snjór er á svæðinu, en ekki er talin hætta á snjóflóðum á sjálfu vinnusvæðinu.
07.03.2014
Framkvæmdir hafnar í Fannardal
Hafin er gangagerð vegna nýju Norðfjarðarganganna í Fannardal. Þar með er unnið að göngunum úr tveimur gagnstæðum áttum, eða frá Eskifirði annars vegar og Norðfirði hins vegar.
Fyrsta sprengingin fór fram í tvennu lagi seint í gærkvöldi. Töluverður snjór er á svæðinu, en ekki er talin hætta á snjóflóðum á sjálfu vinnusvæðinu.
Sprengingin fór fram í tvennu lagi seint í gærkvöldi og nótt. Fyrri sprengingin var vegna innri hluta sniðsins en sú síðari sprengdi fyrir fullu sniði.
Þó að starfsfólki stafi ekki almenn snjóflóðahætta, verður engu að síður að fara að öllu með gát og var af þeim sökum gert hlé á milli sprenginganna til að draga úr hljóðáhrifum.