Unnið er að flutningi á steinasafni Karls Hjelm hins mikla náttúruunnanda og steinasafnara í Neskaupstað. Safnið verður flutt til varðveislu í Náttúrugripasafnið í Neskaupstað.
01.10.2014
Steinasafn Karls Hjelm flutt á Náttúrugripasafnið í Neskaupstað
Karl var virkur í safnamálum í Neskaupstað og vann m.a. við yfirsetu í Safnahúsinu á vegum Félags eldri borgara í Neskaupstað. Það eru Veraldarvinir sem vinna við flutning safnsins og grunnflokkun þess. Er hér um að ræða mikinn feng fyrir safnið en í því er að finna fjölda tegunda fallegra steina sem fundnir voru að stórum hluta á Austurlandi. Myndin er tekin þegar verið var að vinna við flutning safnsins.