mobile navigation trigger mobile search trigger
06.06.2014

Það er leikur að læra efnafræði

Nýstárlegu tilrauna- og leikjanámskeiði fyrir náttúrufræðikennara lauk á Eskifirði í dag. Námskeiðið er liður í nýju verkefni sem hrint verður af stokkunum næsta vetur í grunnskólum Fjarðabyggðar og miðar að því að styrkja tækninám nemenda.

 

Það er leikur að læra efnafræði
Staðalbúnaður náttúrufræðikennarans í Fjarðabyggð? Hér má sjá hluta af efnafræði- og eðlisfræðileikjunum sem náttúrufræðikennararnir unnu með á námskeiðinu. Teningarnir eru notaðir í lotukerfisteningaspil.

Nýstárlegu tilrauna- og leikjanámskeiði fyrir náttúrufræðikennara lauk á Eskifirði í dag. Námskeiðið er liður í nýju verkefni sem hrint verður af stokkunum næsta vetur í grunnskólum Fjarðabyggðar og miðar að því að styrkja tækninám nemenda.

Námskeiðið fór fram dagana 5. og 6. júní og fóru náttúrufræðikennarnir m.a. í efnafræðibingó og eðlisfræðihlaup. Markmiðið er að sögn Guðmanns Þorvaldssonar, umsjónarmanns námskeiðsins, að breikka kennslugrunn raungreina á borð við efnafræði og eðlisfræði. Þessar raungreinar séu sumum eins og lokuð bók, en með því að byggja kennsluna í auknum mæli á lifandi tilraunum og leikjum verði leitast markvisst við að auka áhuga nemenda á þeim og skilning.

Námskeiðið er hluti af þróunarverkefninu Verklegt er vitið sem fjölskyldusvið Fjarðabyggðar og Alcoa Fjarðarál vinna að. Yfirmarkmið verkefnisins er að styrkja tækninám (science) í grunnskólum Fjarðabyggðar með það fyrir augum að fleiri nemendur velji tæknigreinar að loknu grunnskólanámi.

Auk þess sem vægi verklegrar kennslu í náttúrufræði verður aukið, felur verkefnð í sér kennslu í nýsköpun og tækni-legó ásamt vélfræði og rafmagnsfræði sem valgreinum. Þá koma tæknimenntaðir starfsmenn Alcoa Fjarðaáls með virum hætti að kennslu í Verkmenntaskóla Austurlands og grunnskóla Fjarðabyggðar.

 

Fleiri myndir:
Það er leikur að læra efnafræði
Það er leikur að læra efnafræði
Það er leikur að læra efnafræði
Það er leikur að læra efnafræði
Það er leikur að læra efnafræði
Það er leikur að læra efnafræði
Það er leikur að læra efnafræði

Frétta og viðburðayfirlit