Nýstárlegu tilrauna- og leikjanámskeiði fyrir náttúrufræðikennara lauk á Eskifirði í dag. Námskeiðið er liður í nýju verkefni sem hrint verður af stokkunum næsta vetur í grunnskólum Fjarðabyggðar og miðar að því að styrkja tækninám nemenda.
Nýstárlegu tilrauna- og leikjanámskeiði fyrir náttúrufræðikennara lauk á Eskifirði í dag. Námskeiðið er liður í nýju verkefni sem hrint verður af stokkunum næsta vetur í grunnskólum Fjarðabyggðar og miðar að því að styrkja tækninám nemenda.
Nýstárlegu tilrauna- og leikjanámskeiði fyrir náttúrufræðikennara lauk á Eskifirði í dag. Námskeiðið er liður í nýju verkefni sem hrint verður af stokkunum næsta vetur í grunnskólum Fjarðabyggðar og miðar að því að styrkja tækninám nemenda.
Námskeiðið fór fram dagana 5. og 6. júní og fóru náttúrufræðikennarnir m.a. í efnafræðibingó og eðlisfræðihlaup. Markmiðið er að sögn Guðmanns Þorvaldssonar, umsjónarmanns námskeiðsins, að breikka kennslugrunn raungreina á borð við efnafræði og eðlisfræði. Þessar raungreinar séu sumum eins og lokuð bók, en með því að byggja kennsluna í auknum mæli á lifandi tilraunum og leikjum verði leitast markvisst við að auka áhuga nemenda á þeim og skilning.
Námskeiðið er hluti af þróunarverkefninu Verklegt er vitið sem fjölskyldusvið Fjarðabyggðar og Alcoa Fjarðarál vinna að. Yfirmarkmið verkefnisins er að styrkja tækninám (science) í grunnskólum Fjarðabyggðar með það fyrir augum að fleiri nemendur velji tæknigreinar að loknu grunnskólanámi.
Auk þess sem vægi verklegrar kennslu í náttúrufræði verður aukið, felur verkefnð í sér kennslu í nýsköpun og tækni-legó ásamt vélfræði og rafmagnsfræði sem valgreinum. Þá koma tæknimenntaðir starfsmenn Alcoa Fjarðaáls með virum hætti að kennslu í Verkmenntaskóla Austurlands og grunnskóla Fjarðabyggðar.