Gangi hugmyndir um Þokusetur eftir gæti það orðið að veruleika á Stöðvarfirði þegar á næsta ári. Fyrirætlanir um setrið og atvinnumál bæjarkjarnans voru á dagskrá íbúafundar sem fram fór í gær.
06.02.2014
Þokursetur fyrirhugað á Stöðvarfirði
Verið er að vinna að því að opna Þokusetur í gamla samkomuhúsinu á Stöðvarfirði. Þremenningarnir Ívar Ingimarsson, Hilmar Gunnlaugsson og Hafliði Hafliðason, kynntu á íbúafundi á Stöðvarfirði í gær hugmyndir sínar að setrinu sem yrði veruleg lyftistöng fyrir ferðaþjónustu á staðnum.
Gerður var góður rómur að hugmyndum þremenninganna, sem stefna að því að Þokusetrið verði starfrækt í gamla samkomuhúsinu.
Á síðari hluta fundarins kynnti Karl Sölvi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Austurbrúar þá þjónustu sem stoðstofnunin veitir nýsköpunar- og þróunarverkefnum vegna atvinnusköpunar, en Karl Sölvi hefur á undanförnu misseri leitt stefnumótun og innri skipulagningu stofnunarinnar.