mobile navigation trigger mobile search trigger
30.06.2014

Einleikur á fiðlu í 912 metra hæð

Norski fiðluleikarinn Hugo Hilde hélt nýlega einleikstónleika á toppi Goðatindar á vegum gönguvikunnar á Fætur í Fjarðabyggð. Einstakur viðburður fyrir jafnt áheyrendur sem þennan unga tónlistarsnilling.

Einleikur á fiðlu í 912 metra hæð
Ungi fiðlusnillingurinn Hugo Hilde á Goðatindi í 900 metra hæð.

Norski fiðluleikarinn Hugo Hilde hélt nýlega einleikstónleika í 912 metra hæð á toppi Goðatindar á vegum gönguvikunnar á Fætur í Fjarðabyggð.

Þessi efnilegi ungfiðluleikari kemur frá Álasundi í Noregi og sótti nýverið Fjarðabyggð heim í boði Hrynfarar / Rythemför, menningarsamstarfs fyrirtækjanna Eskju og BioMar í Noregi. Auk einleikstónleikana á Goðtindi kom Hugo Hilde víða fram og má þar nefna Jazzhátíð Egilsstaða, Hernámsdaginn á Reyðarfirði og tónleika með austfirskum tónlistarmönnum í Randulffssjóhúsi á Eskifirði.

Fiðlan sem Hugo Hilde leikur á var smiðuð í Austurríki árið 1789 og hlýtur að teljast einstakt að svo fágætur viðburður eigi sér stað í 900 metra hæð á Austfjörðum Íslands.

Nánari umfjöllun um gönguvikuna á Fætur í Fjarðabyggð 2014 má nálgast á vef Ferðafélags Fjarðamanna.

Fleiri myndir:
Einleikur á fiðlu í 912 metra hæð

Frétta og viðburðayfirlit