mobile navigation trigger mobile search trigger
13.01.2014

Umferðaröryggi barna og unglinga í Fjarðabyggð

Samráðshópi hefur verið falið að gera tillögur um hvernig bæta megi umferðaröryggi barna og unglinga í Fjarðabyggð. Tillögurnar skulu einkum taka mið af umferðaröryggi þeirra í grennd við skóla, leiksvæði og íþróttamannvirki.

Umferðaröryggi barna og unglinga í Fjarðabyggð

Í samráðshópnum eiga sæti formenn foreldrafélaga grunnskólanna, Þóroddur Helgason, fræðslustjóri og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, sem hafði í desember sl. frumkvæði að því að honum yrði komið á fót.

Á dagskrá hópsins er að benda á aðgerðir sem bætt geta umferðarmenningu í Fjarðabyggð, auk þess sem hann gegnir ráðgefandi hlutverki við þá endurskoðun á umferðarsamþykkt sveitarfélagsins sem nú stendur yfir.

Samráðshópurinn kom nýlega saman til fundar og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Fundinn sátu einnig Guðmundur Elíasson, mannvirkjastjóri og Valur Sveinsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Fjarðabyggðar. Myndina tók Þóroddur Helgason, fræðslustjóri.

Tengt efni:

Frétt um stofnun samráðshópsins

Frétt um endurskoðun umferðarsamþykktar Fjarðabyggðar


 

 

 

 

 

Frétta og viðburðayfirlit