mobile navigation trigger mobile search trigger
30.05.2014

Umhverfisdagur bæjarskrifstofu

Starfsfólk bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar hélt sinn árlega umhverfisdag í dag.  Á Reyðarfirði var unnið að snyrtingu og gróðursetningu í kring um Molann og í Norðfirði var unnið að fegrun umhverfis Egilsbúðar. 

Umhverfisdagur bæjarskrifstofu
Hér má sjá starfsmenn bæjarskrifstofunnar taka til hendinni í Neskaupstað.

Starfsfólk bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar hélt sinn árlega umhverfisdag í dag.  Á Reyðarfirði var unnið að snyrtingu og gróðursetningu í kring um Molann og í Norðfirði var unnið að fegrun umhverfis í kringum Egilsbúð.  Starfsfólk stofnana og fyrirtækja í bænum er hvatt til að fylgja góðu fordæmin og gera slíkt hið sama í kring um sína vinnustaði.

Fleiri myndir:
Umhverfisdagur bæjarskrifstofu
Árni Steinar Jóhannsson, umhverfisstjóri Fjarðabyggðar (t.h.), mundar hér kústskaftið ásamt Berglindi Þorbergsdóttur og Kristni Ívarssyni.
Umhverfisdagur bæjarskrifstofu
Sveit vaskra starfsmanna af bæjarskrifstofunni tók einnig til hendinni á Reyðarfirði.

Frétta og viðburðayfirlit